Tæplega 43.000 undirskriftir

Margir tóku lagið í Norræna húsinu.
Margir tóku lagið í Norræna húsinu. mbl.is/Kristinn

Tæplega 43.000 hafa skrifað undir áskorun á vefnum orkuaudlindir.is, þar sem skorað er á íslensk stjórnvöld að koma í veg fyrir söluna á HS Orku. Jafnframt er skorað á Alþingi að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um eignarhald á orkuauðlindum Íslands og nýtingu þeirra.

Í gær lauk þriggja daga karaókímaraþoni sem fram fór í Norræna húsinu í tengslum við undirskriftasöfnunina. Þar komu saman landsþekktir tónlistarmenn og áhugafólk, og tóku lagið saman.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert