Vinstri grænir boða til félags- og stjórnmálafunda

Á fundunum verður rætt um flokksstarfið, stöðu VG og farið …
Á fundunum verður rætt um flokksstarfið, stöðu VG og farið verður í málefnavinnu og undirbúning landsfundar. mbl.is/Eggert

Vinstrihreyfingin - grænt framboð boðar til félagsfunda og almennra stjórnmálafunda í janúar. Í tilkynningu frá VG segir að forystufólk flokksins muni mæta á fundi um allt land til að hitta félagsmenn.


Í kjölfar félagsfundanna verði almennir stjórnmálafundir sem opnir séu öllum þeim sem hafi áhuga á stöðunni í íslenskum stjórnmálum og ekki síst þeim krefjandi og áhugaverðu verkefnum sem framundan séu.

Dagskráin er á vef VG.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert