453 fasteignir seldar á uppboði í Reykjavík

Árið 2010 voru 453 fasteignir seldar nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Reykjavík. Þetta er mikil aukning frá árinu á undan þegar 207 fasteignir voru seldar.

Skráð nauðungarsölumál vegna fasteigna voru 1.961 í fyrra sem er mun færri beiðnir en undanfarin ár. Þau voru t.d. 2.504 í fyrra og 3.683 árið 2004.

Aldrei áður hafa hins vegar svo margar fasteignir verið seldar nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Reykjavík. Nauðungarsölur voru 161 árið 2008, 137 árið 2007 og 91 árið 2006.

Árið 2010 voru 289 bifreiðar verið seldar nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Reykjavík, en slíkar sölur voru 441 árið 2009.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert