Birgitta til Kanada

Birgitta Jónsdóttir.
Birgitta Jónsdóttir. mbl.is/Ómar

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, lagði í morgun af stað til Kanada þar sem henni hefur verið boðið að flytja ávarp á  ráðstefnu um blaðamennsku. Birgitta segir á Twitter-vef sínum að hún þurfi að fara til Kanada gegnum Lundúnir en ekki Bandaríkin eins og til stóð. 

Ráðstefnan er á vegum stofnunar sem nefnist Samara og mun Birgitta fjalla um þingsályktunartillögu, sem samþykkt var á síðasta ári um að Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi verndun tjáningar- og upplýsingafrelsis.

Birgitta hefur sagt að bandarískir lögmenn hafi haft samband við hana og sagt, að ekki væri öruggt fyrir hana að fara til Bandaríkjanna. Bandarísk stjórnvöl hafa krafið Twitter, og hugsanlega fleiri samskiptavefi, um upplýsingar um vefsamskipti Birgittu og fjögurra annarra einstaklinga sem tengjast WikiLEaks.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert