Björgunarsveitin kölluð út á Akureyri

Unnið að snjómokstri í Víkurskarði. Mynd úr safni.
Unnið að snjómokstri í Víkurskarði. Mynd úr safni. Kristján Kristjánsson

Björgunarsveitin á Akureyri var kölluð út um níu leytið í kvöld til að aðstoða bíl sem hafði lent í ógöngum í Víkurskarði. Að sögn lögreglu er mjög þungfært á svæðinu þessa stundina.

Laust fyrir tíu í kvöld var hópurinn staddur í Fnjóskadal á leið heim til Akureyrar. Eins og Mbl.is greindi frá í dag hefur kyngt niður snjó á Norðurlandi í allan dag. Að sögn Veðurstofu mun úrkoman halda áfram á næstu dögum.

Lögreglan á Akureyri kvaðst ekki hafa lent í öðrum vandræðum en þessum þrátt fyrir afar slæma færð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert