Loðnugöngur hafa verið kortlagðar

Á loðnumiðum.
Á loðnumiðum. mbl.is/Árni Sæberg

Loðna virðist vera frá miðjum Austfjörðum og norður úr. Nokkur veiðiskip hafa undirbúið loðnumælingar fyrir rannsóknarskipið Árna Friðriksson.

Bræla hefur tafið skipin en það síðasta lauk sínu verkefni í gærkvöldi. Veiðar ættu að geta hafist þegar brælunni slotar.

Loðnugöngurnar virðast ekki vera komnar í hlýsjóinn fyrir Suðausturlandi þar sem þær hafa oft horfið af mælunum. Því er útlit fyrir að hægt verði að mæla loðnustofninn fljótt og örugglega.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert