Laura J. Gritz, talsmaður bandaríska sendiráðsins á Íslandi, segir að rannsókn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna á skjalaleka WikiLeaks fari fram í samræmi við bandarísk lög.
Luis Arreaga, sendiherra Bandaríkjanna, var í morgun kallaður til fundar í utanríkisráðuneytinu vegna úrskurðar að kröfu bandarískra yfirvalda um að samskiptasíðan
Twitter afhendi persónuleg gögn Birgittu Jónsdóttur alþingisþingmanns.
„Við fullvissuðum íslensk yfirvöld um að rannsókn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna fari fram í samræmi við bandarísk lög og lúti öllum viðmiðunum um réttarreglur og sanngjarna málsmeðferð sem bundnar eru í stjórnarskrá Bandaríkjanna og viðeigandi alríkislögum,“ segir í yfirlýsingu frá Gritz.
Stefnan sem samskiptavefnum Twitter var birt