Skeljungur hækkar eldsneyti

Skelj­ung­ur hef­ur hækkað verð á eldsneyti í dag. Hækkaði bens­ín­lítr­inn um 3,50 krón­ur, í 213,60 krón­ur, og dísi­lolíu­lítr­inn hækkaði um 2 krón­ur og kost­ar nú  213,40 í sjálfsaf­greiðslu. Verð á 95 okt­ana bens­íni með þjón­ustu er 219,60 krón­ur og 98 okt­ana bens­ín kost­ar 229,10 krón­ur lítr­inn með þjón­ustu.

Önnur olíu­fé­lög hafa ekki hækkað verð enn og er al­gengt verð 209,50 krón­ur á bens­ín­lítra og 211,30 krón­ur á dísi­lol­íu.

Síðast hækkaði verð á eldsneyti um tæp­ar tvær krón­ur um ára­mót­in. Var það rakið til þess að vöru­gjöld og kol­efn­is­gjald af bens­íni og ol­íu­gjald og kol­efn­is­gjald af dísi­lol­íu hækkuðu um 3,60 krón­ur á lítr­ann um ára­mót­in, sam­kvæmt ákvörðun Alþing­is, sem svar­ar til 4,50 króna þegar virðis­auka­skatti hef­ur verið bætt við.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert