Skeljungur hækkar eldsneyti

Skeljungur hefur hækkað verð á eldsneyti í dag. Hækkaði bensínlítrinn um 3,50 krónur, í 213,60 krónur, og dísilolíulítrinn hækkaði um 2 krónur og kostar nú  213,40 í sjálfsafgreiðslu. Verð á 95 oktana bensíni með þjónustu er 219,60 krónur og 98 oktana bensín kostar 229,10 krónur lítrinn með þjónustu.

Önnur olíufélög hafa ekki hækkað verð enn og er algengt verð 209,50 krónur á bensínlítra og 211,30 krónur á dísilolíu.

Síðast hækkaði verð á eldsneyti um tæpar tvær krónur um áramótin. Var það rakið til þess að vörugjöld og kolefnisgjald af bensíni og olíugjald og kolefnisgjald af dísilolíu hækkuðu um 3,60 krónur á lítrann um áramótin, samkvæmt ákvörðun Alþingis, sem svarar til 4,50 króna þegar virðisaukaskatti hefur verið bætt við.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert