Þingflokksfundi VG lokið

Þingmenn VG á fundi í dag.
Þingmenn VG á fundi í dag. mbl.is/Golli

Þingflokksfundi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs lauk nú á tíunda tímanum í kvöld en þingmenn voru fámálir að honum loknum. Árni Þór Sigurðsson, starfandi formaður þingflokks VG, sagði við Sjónvarpið að hann hefði ekki verið krafinn um afsökunarbeiðni á fundinum.

Þingmennirnir Atli Gíslason, Ásmundur Einar Daðason og Lilja Mósesdóttir sendu í gær frá sér yfirlýsingu þar sem þau sögðu að í greinargerð frá Árna Þór fyrir jól hefði ekki verið farið rétt með. Þá sagði, að fordæming Árna Þórs á ummælum Lilju í Kastljósviðtali sé byggð á rangfærslu og því ástæða til að fara fram á opinbera afsökunarbeiðni hans.

Þingflokksfundurinn hófst í dag klukkan 13 og stóð til að ganga 22 með hléi í dag.  Hvorki Lilja né Ásmundur Einar vildu ræða við fréttamenn að fundinum loknum. 

Yfirlýsing þingmannanna þriggja 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert