Unnið er að útgáfu nýs starfsleyfis fyrir fiskeldi HB Granda í Berufirði. Heimildir eru auknar til þorskeldis úr þúsund tonnum í fjögur þúsund en heimildir í laxeldi minnkaðar úr sjö þúsund tonnum í fjögur þúsund tonn.
Kristján Ingimarsson, forstöðumaður fiskeldis HB Granda, segir að þessi breyting sé í samræmi við áherslu fyrirtækisins á þorskeldi.
Þorskeldið er enn á tilraunastigi. Slátrað var 20 tonnum á síðasta ári og í ár stefnir í 70-80 tonn. Seiðaframleiðslan hjá Icecod gekk vel 2009 og fékk HB Grandi 100 þúsund seiði til að setja út í kvíarnar á síðasta ári. Það mun skila 250 tonna framleiðslu fyrir jólin 2012, ef allt gengur vel.