Fréttaskýring: Umboðið byggt á aðlögun

Evrópufáni skoðaður.
Evrópufáni skoðaður. ap

Umboð Evrópusambandsins til þess að standa í viðræðum við íslensk stjórnvöld um inngöngu Íslands í sambandið er háð viðræðuramma sem leiðtogaráðið kynnti fulltrúum landsins síðastliðið sumar þegar tekin var ákvörðun um að hefja viðræðurnar, að sögn Angela Filote, talsmanns stækkunarmála hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í svari við fyrirspurn Morgunblaðsins.

„Viðræðuramminn var kynntur ítarlega fyrir fulltrúum Íslands á fyrstu ríkjaráðstefnunni í júlí 2010. Ísland mótmælti ekki afstöðu Evrópusambandsins af því tilefni. Viðræðuramminn er grundvöllur þess að hin 27 ríki sambandsins geti tekið þátt í aðildarviðræðunum,“ segir Filote. Hún segir að viðræðuramminn setji fram „umboð Evrópusambandsins til þess að taka þátt í samningaviðræðum við umsóknarríki“.

Hraði háður aðlögun

Fram kemur í viðræðurammanum að um aðlögun að regluverki Evrópusambandsins sé að ræða umfram þá löggjöf sem fellur undir aðild Íslans að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og Schengen-samstarfinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert