170 starfsmönnum ÍAV sagt upp

Frágangur Hörpu er stærsta verkefni ÍAV.
Frágangur Hörpu er stærsta verkefni ÍAV. mbl.is/Eggert

Tæplega 170 starfsmönnum ÍAV verður sagt upp um næstu mánaðamót vegna verkefnaskorts. Er þetta tæplega helmingur starfsmanna fyrirtækisins, að því er kom fram í fréttum Stöðvar 2.

ÍAV er verktakahluti Íslenskra aðalverktaka. Haft var eftir Karli Þráinssyni, forstjóra ÍAV, að uppsagnirnar væru liður í því, að undirbúa fyrirtækið undir verklok tónlistarhússins Hörpu í maí. Vonir hefðu staðið til, að þegar því verkefni lyki hefðu stórar virkjunarframkvæmdir komist á skrið en þær vonir hefðu ekki ræst. 

Stöð 2 hafði eftir Gissuri Péturssyni, forstjóra Vinnumálastofnunar, að ef þessar uppsagnir kæmu til framkvæmda væri um að ræða mestu fjöldauppsögn frá bankahruni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert