Tveggja bíla árekstur varð á Fjarðarheiði rétt fyrir hádegi í dag. Enginn slasaðist. Bílarnir voru annars vegar vörubíll og hins vegar jeppi. Sá síðarnefndi er óökufær eftir áreksturinn.
Að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum er færðin þar í kring ágæt, þrátt fyrir skafrenning og snjókomu.