Enn tekist á hjá VG

Þingmenn VG á fundi í gær.
Þingmenn VG á fundi í gær. mbl.is

Eng­in niðurstaða fékkst í helstu ágrein­ings­mál á löng­um þing­flokks­fundi Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs, sem stóð sam­tals í um sjö og hálfa klukku­stund í gær og lauk fund­in­um ekki fyrr en um hálf­tíu­leytið.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Morg­un­blaðsins fór mest­ur hluti fund­ar­ins í umræður um stefnu VG í Evr­ópu­sam­bands­mál­um, en einnig var stefna flokks­ins í sjáv­ar­út­vegs­mál­um rædd, og varð niðurstaðan sú að fresta frek­ari umræðum í þing­flokkn­um fram í næstu viku.

Í um­fjöll­un um mál Vinstri grænna í Morg­un­blaðinu í dag kem­ur fram, að þing­menn sem rætt var við í gær­kvöldi sögðu að umræðum um stefn­una í Evr­ópu­sam­bands­mál­um væri hvergi nærri lokið. Nú tæki við funda­her­ferð VG um land allt og í kjöl­far henn­ar ættu mál að hafa skýrst.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert