Heimskautaveður framundan?

Veturinn hefur verið óvenju kaldur.
Veturinn hefur verið óvenju kaldur. mbl.is/Theodór

Landsmenn hafa ekki farið varhluta af kuldatíðinni að undanförnu, einkum norðan- og austanlands, með frosti, snjókomu og éljagangi.

Lægðagangur suður yfir landið hefur verið þrálátur en hvort heimskautaveður er í aðsigi telja veðurfræðingar of snemmt að fullyrða um. Veturinn hafi þó til þessa verið kaldur og óvenjulegur að mörgu leyti.

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hefur fjallað nokkuð um kuldatíðina á bloggsíðu sinni (esv.blog.is). Norðan- og norðaustanáttir með lægðum á suðurleið hafi verið næsta fátíðar hér á landi síðustu 10-15 árin. „Spurning hvort þetta sé tilfallandi nú þennan veturinn eða að vetrarveðráttan sé að skipta um ham. Þannig að veturinn 2010-2011 verði vetur straumhvarfa líkt og var 1964-1965 eða 1995-1996? Tíminn verður að leiða í ljós hvort sú sé raunin,“ ritar Einar á bloggsíðunni.

Hann segir við Morgunblaðið að svonefndar fyrirstöðuhæðir með háum loftþrýstingi hafi verið ríkjandi síðan um miðjan nóvember, með ýmist mjög köldu veðri eða mjög hlýju líkt og milli jóla og nýárs.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert