Jóhanna fagnar undirskriftum

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. mbl.is/Ómar

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, tjáir sig á Facebook-síðu sinni um undirskriftasöfnun, sem fer fram á netinu undir áskorun til stjórnvald að koma í veg fyrir söluna á HS Orku og skora jafnframt á Alþingi að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um eignarhald á orkuauðlindum Íslands og nýtingu þeirra.

Jóhanna segir, að eitt af mikilvægustu verkefnum ríkistjórnarinnar sé að festa í sessi eingarhald þjóðarinnar á auðlindum hennar og að arðurinn renni til þjóðarinnar. Þetta eigi við um orkuauðlindirnar ekki síður en auðlindir sjávar.

„Ég fagna þeim mikla stuðningi við kröfuna um þjóðareign á auðlindum sem birtist í áskorun tug þúsunda Íslendinga um að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um eignarhald á orkuauðlindum Íslands og nýtingu þeirra," skrifar Jóhanna.

Segist hún hafa boðið forsvarsmönnum söfnunarinnar til fundar á næstu dögum þar sem farið verði yfir málið og rætt hvernig hægt sé að ná þessum markmiðum.

47.449 hafa skrifað undir áskorunina á vefnum orkuaudlindir.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert