Flugvél Flugfélags Íslands, sem fór frá Reykjavík áleiðis til Ísafjarðar síðdegis, varð að snúa við vegna veðurs. Meðal farþega voru Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, og fleiri fulltrúar flokksins, sem ætluðu að sækja félagsfund VG á Ísafirði og opinn fund í kvöld.
Boðað hafði verið til opins stjórnmálafundar með Steingrímu og Lilju Rafney Magnúsdóttir, þingmanni VG, í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í kvöld en fundinum hefur nú verið frestað þar sem ekki verður reynt frekar að fljúga vestur í dag. Ekki hefur verið ákveðið hvenær fundurinn verður á dagskrá.