Mótmælir rannsóknarleyfi

Kröfluvirkjun.
Kröfluvirkjun. mbl.is/GSH

Íslands­hreyf­ing­in hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem mót­mælt er harðlega að Lands­virkj­un hafi fengið rann­sókn­ar­leyfi í Gjástykki. Skor­ar stjórn­in á Lands­virkj­un að nota ekki leyfi Orku­stofn­un­ar og vís­ar til þess, að fyr­ir ligg­ur að friða þetta svæði að af­lok­inni  vandaðri um­fjöll­un.

„Stjórn Íslands­hreyf­ing­ar­inn­ar mót­mæl­ir harðlega áform­um um að fara með bora og stór­virk tæki inn í Gjástykki og eyða mörg hundruðum millj­óna króna í til­rauna­bor­an­ir þar með til­heyr­andi óaft­ur­kræf­um um­hverf­is­spjöll­um," seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni. 

Skorað er á stjórn­völd að standa við lof­orð, sem gef­in voru vorið 2007 af þáver­andi iðnaðarráðherra og um­hverf­is­ráðherra að ekki yrði hróflað við Leir­hnjúk og Gjástykki nema að und­an­geng­inni sér­stak­lega yf­ir­grips­miklilli og vandaðri um­fjöll­un og að end­an­leg ákvörðun yrði ein­ung­is tek­in með beinu samþykki Alþing­is.


mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert