Orkan hækkar eldsneytisverð

Orkan hefur nú hækkað verð á eldsneyti á stöðvum sínum eins og önnur olíufélög hafa gert í gær og dag. Kostar bensínlítrinn nú 212,70 krónur og dísilolían 213,10 krónur.

Eldsneyti er ódýrast hjá Orkunni en litlu munar milli fyrirtækja.  Þannig er dýrasta bensínið í sjálfsafgreiðslu að finna hjá Skeljungu, móðurfélagi Orkunnar, 213,60 krónur, en dýrasta dísilolían er hjá N1, 214,30 krónur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert