Rannsóknarleyfi ekki nýtt að svo stöddu

Frá Gjástykki.
Frá Gjástykki.

Landsvirkjun mun ekki að svo stöddu á nýta leyfi til rannsókna á náttúruauðlindum í Gjástykki, sem Orkustofnun hefur veitt. Fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins, að Landsvirkjun mun bíða niðurstaðna stjórnvalda um verndun og nýtingu náttúruauðlinda.

Ríkisstjórnin hefur lýst því yfir, að stefnt sé að því að friða  Gjástykki.  Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, sagðist í fréttum Útvarpsins undrast að Orkustofnun veiti rannsóknarleyfi þótt stofnanir hafi mótmælt því og stjórnvöld stefni að friðlýsingu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert