Reynt að varpa ljósi á réttarstöðu barns

Litli drengurinn, sem fæddist á Indlandi í nóvember.
Litli drengurinn, sem fæddist á Indlandi í nóvember. Ljósmynd/Helga Sveinsdóttir

Innanríkisráðuneytið segir, að beðið sé eftir viðbrögðum indverskra stjórnvalda við fyrirspurn íslenskra stjórnvalda um forsjá barns sem fæddist á Indlandi í nóvember sl. og Alþingi veitti ríkisborgararétt með lögum í desember. Unnið hafi verið að því í samvinnu við indversk stjórnvöld að varpa ljósi á réttarstöðu barnsins.

Íslensk stjórnvöld sendu í lok desember erindi til indverskra yfirvalda þar sem óskað er tiltekinna upplýsinga sem ætlað er að greiða úr óvissu um réttarstöðu barnsins, hvað varðar ríkisfang og hvort hin íslensku hjón fari með forsjá þess að indverskum lögum.

Innanríkisráðuneytið segir, að þessar upplýsingar hafi ekki borist en þegar afstaða indverskra yfirvalda liggi fyrir sé vonast til að unnt verði að afhenda íslensku hjónunum vegabréf barnsins.

Búa við ömurlegar aðstæður á Indlandi

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert