Tillaga um vinnustöðvun samþykkt

Vinnustöðvun vofir yfir í fiskimjölsverksmiðjum, ef samningar nást ekki.
Vinnustöðvun vofir yfir í fiskimjölsverksmiðjum, ef samningar nást ekki. mbl.is/Kristinn

Samninganefnd Afls - starfsgreinafélags á Austurlandi samþykkti á fundi sínum í kvöld tillögu um vinnustöðvun í fiskimjölsverksmiðjum. Tillagan kom frá samninganefnd starfsmanna í fiskimjölsverksmiðjum á Austurlandi og í Vestmannaeyjum og samninganefnd Drífanda í Eyjum tekur hana fyrir á morgun.

Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri Afls, segir ekki hægt að greina frá efni tillögunnar fyrr en hún hafi verið afgreidd í Vestmannaeyjum.

Samninganefnd Afls samþykkti jafnframt heimild til formanns félagsins um að draga samningsumboð félagsins til baka frá Starfsgreinasambandinu ef þörf er á vegna deilu bræðslumanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert