Tillögu um að mótmæla vegtollum vísað frá

Ármann Kr. Ólafsson.
Ármann Kr. Ólafsson.

Meirihlutinn í bæjarstjórn Kópavogs vísaði á bæjarstjórnarfundi í kvöld frá tillögur frá Ármanni Kr. Ólafssyni, oddvita sjálfstæðismanna í bæjarstjórn, um að skora á samgönguráðherra að draga til baka allar hugmyndir um vegtolla á akstur bifreiða til og frá höfuðborgarsvæðinu.

Í greinargerð með tillögunni sagði Ármann, að sérstökir vegtollar á vegi sem liggja út frá höfuðborgarsvæðinu séu algerlega óviðuandi enda leggist þeir    með sérstökum þunga á íbúa á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni þess. Mun nær væri að nota það fé, sem bifreiðaeigendur greiða nú þegar í ríkissjóð, til fyrirhugaðra framkvæmda um leið og hagkvæmari lausnum sé beitt til þess að ná fram markmiðum um umferðaröryggi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert