Verður að setja fram samningsskilyrðin

Þingmenn VG á fundi í gær.
Þingmenn VG á fundi í gær.

Lilja Móses­dótt­ir, þingmaður VG,  seg­ir á Face­book-síðu sinni, að á þing­flokks­fundi í gær, sem stóð yfir í rúma 7 tíma, hafi verið rætt um ágrein­ings­efn­in varðandi aðild­ar­um­sókn­ina að Evr­ópu­sam­band­inu og kvóta­kerfið.

„Það er ekki hægt að draga leng­ur að setja fram samn­ings­skil­yrði Íslands og tryggja verður eign­ar­hald þjóðar­inn­ar á sjáv­ar­auðlind­inni," skrif­ar Lilja.

Þing­menn, sem Morg­un­blaðið ræddi við í gær­kvöldi, sögðu að umræðum um stefn­una í Evr­ópu­sam­bands­mál­um væri hvergi nærri lokið. Nú tæki við funda­her­ferð VG um land allt og í kjöl­far henn­ar ættu mál að hafa skýrst.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert