Verður að koma fjárfestingu af stað

Fulltrúar SA á fundi í Stjórnarráðinu með forsætisráðherra og fjármálaráðherra.
Fulltrúar SA á fundi í Stjórnarráðinu með forsætisráðherra og fjármálaráðherra. mbl.is/Ernir

 „Númer eitt, tvö og þrjú er að koma fjárfestingum aftur af stað,“ sagði Vilmundur Jósefsson, formaður SA, um fund sem forystumenn samtakanna áttu með forsætisráðherra og fjármálaráðherra í stjórnarráðinu í dag.

„Við leggjum áherslu á afnám gjaldeyrishafta og trúverðugar væntingar um hækkandi gengi. Það er ljóst að það er verið að skattleggja lánastofnanir og það þýðir meiri fjármagnskostnað fyrir fyrirtæki og almenning. Við leggjum líka mjög mikla áherslu á að það verði sátt um stjórn fiskveiða. Við vísum til þess að við erum í því máli ekki á byrjunarreit heldur á að byggja á niðurstöðu starfshóps um þessi mál. Hann skilaði niðurstöðu í september, en samt er enn óvissa um framhald málsins. Við viljum að þetta mál verði klárað í samræmi við niðurstöðu mikils meirihluta hópsins um að fara samningsleið,“ sagði Vilmundur.

Forystumenn ASÍ gengu á fund forstæisráðherra og fjármálaráðherra eftir að fundinum með SA lauk.

Áherslur SA

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert