Verður að koma fjárfestingu af stað

Fulltrúar SA á fundi í Stjórnarráðinu með forsætisráðherra og fjármálaráðherra.
Fulltrúar SA á fundi í Stjórnarráðinu með forsætisráðherra og fjármálaráðherra. mbl.is/Ernir

 „Núm­er eitt, tvö og þrjú er að koma fjár­fest­ing­um aft­ur af stað,“ sagði Vil­mund­ur Jós­efs­son, formaður SA, um fund sem for­ystu­menn sam­tak­anna áttu með for­sæt­is­ráðherra og fjár­málaráðherra í stjórn­ar­ráðinu í dag.

„Við leggj­um áherslu á af­nám gjald­eyr­is­hafta og trú­verðugar vænt­ing­ar um hækk­andi gengi. Það er ljóst að það er verið að skatt­leggja lána­stofn­an­ir og það þýðir meiri fjár­magns­kostnað fyr­ir fyr­ir­tæki og al­menn­ing. Við leggj­um líka mjög mikla áherslu á að það verði sátt um stjórn fisk­veiða. Við vís­um til þess að við erum í því máli ekki á byrj­un­ar­reit held­ur á að byggja á niður­stöðu starfs­hóps um þessi mál. Hann skilaði niður­stöðu í sept­em­ber, en samt er enn óvissa um fram­hald máls­ins. Við vilj­um að þetta mál verði klárað í sam­ræmi við niður­stöðu mik­ils meiri­hluta hóps­ins um að fara samn­ings­leið,“ sagði Vil­mund­ur.

For­ystu­menn ASÍ gengu á fund for­stæ­is­ráðherra og fjár­málaráðherra eft­ir að fund­in­um með SA lauk.

Áhersl­ur SA

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert