Helgi Magnús sækir málið gegn Jóni Ásgeiri

Helgi Magnús Gunnarsson.
Helgi Magnús Gunnarsson. mbl.is/Kristinn

Helgi Magnús Gunnarsson, sem var skipaður varasaksóknari í Landsdómsmáli gegn Geir H. Haarde, mun einnig sækja mál gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og fleirum vegna meintra skattsvika. Áður hafði verið gert ráð fyrir að annar maður myndi sækja málið.

Þetta kom fram við fyrirtöku skattamálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Helgi Magnús er jafnframt settur ríkislögreglustjóri í skattamálinu.

Áður hafði Rúnar Guðjónsson, fyrrverandi sýslumaður í Reykjavík, verið settur ríkislögreglustjóri í málinu vegna vanhæfis Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra. Rúnar er orðinn sjötugur og uppfyllir ekki lengur skilyrði laga um embættismenn.

Helgi Magnús er saksóknari efnahagsdeildar ríkislögreglustjóra, en er í leyfi frá þeim störfum vegna Landsdómsmálsins.

Jón Ásgeir Jóhannesson.
Jón Ásgeir Jóhannesson. mbl.is/Kristinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert