Mesta orkunotkun á mann í heiminum

Orkunotkun á mann á Íslandi er sú mesta sem þekkist í heiminum. Þetta kemur fram í skýrslu orkuspárnefndar um orkunotkun á Íslandi.

Guðmundur Hörður Guðmundsson, upplýsingafulltrúi umhverfisráðuneytisins, vekur athygli á þessu á bloggi sínu. Hann bendir á að í skýrslu nefndarinnar sé byggt á tölum frá árinu 2007 þegar Fjarðarál var einungis komið með tiltölulega litla notkun. Á þeim tíma voru Íslendingar samt með meira en helmingi meiri orkunotkun á mann en allar aðrar þjóðir nema Noregur.

„Við höfum síðan tekið ennþá lengra fram úr öðrum þjóðum eftir að Fjarðarál komst í fulla framleiðslu. Samt heimta hagsmunasamtökin ASÍ og SA að atvinnustigi í landinu verði haldið uppi með byggingu fleiri virkjana. Hvenær ætli orkuframleiðsla í landinu verði orðin nægilega mikil að mati þessara samtaka?“ segir Guðmundur á bloggi sínu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert