Öruggt að fjárfesta á Íslandi

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. mbl.is/Kristinn

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir í samtali við Bloomberg að íslenskt efnahagslíf sé á réttri leið. Hann bendir á að nú sé skuldatryggingarálagið svipað og það var fyrir hrun, og að það sé sönnun þess að öruggt sé að fjárfesta á Íslandi.

„Við stöndum á mikilvægum tímamótum,“ segir Steingrímur í viðtali við Bloomberg í gær. Íslensk stjórnvöld vinni nú að því að sannfæra aðra um að það sé öruggt að lána Íslendingum fé.

Steingrímur segir að það sé að nást jafnvægi í íslensku efnahagslífi og sú staðreynd að skuldatryggingarálagið sé nú svipað því og var í apríl 2008 sýni fram á að Ísland sé á réttri leið.

Það hafi orðið viðsnúningur í hagkerfinu og telur Steingrímur að það sé kominn tími tli að íslensk stjórnvöld fari að búa sig undir af alvöru að sækja á alþjóðafjármálamarkaði. Langtímaþróunin hafi verið jákvæð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert