„Niðurskurðurinn er farinn að bitna á löggæslunni um allt land,“ segir Ólafur K. Ólafsson, sýslumaður Snæfellinga og formaður Lögreglustjórafélags Íslands, um áhrif niðurskurðar fjárveitinga til lögregluembætta landsins.
Minni fjárráð hafi ekki aðeins dregið úr frumkvæðisvinnu lögreglu heldur sé öryggi borgaranna og lögreglu teflt í tvísýnu. Afbrotamenn geti gengið á lagið, segir Ólafur í umfjöllun um öryggismálin í Morgunblaðinu í dag.