Óttast örg viðbrögð ESB

Mun krafa um forræði yfir sjávarauðlindinni og í stjórn veiða …
Mun krafa um forræði yfir sjávarauðlindinni og í stjórn veiða standa í ESB? mbl.is/RAX

Samn­inga­manna Íslands í viðræðum við ESB um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu bíður nú það verk­efni að setja fram þau meg­in­skil­yrði sem Ísland vill tefla fram í viðræðum um land­búnaðar- og sjáv­ar­út­vegs­mál, þá tvo mála­flokka sem tald­ir eru brýn­ast­ir fyr­ir ís­lenska hags­muni.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Morg­un­blaðsins tel­ur ákveðinn hóp­ur ESB-aðild­arsinna, bæði í VG og Sam­fylk­ing­unni, að ákveðin ástæða sé til þess að hafa áhyggj­ur af því hver viðbrögð ESB-samn­inga­manna verða, þegar meg­in­skil­yrði Íslands hafa verið kynnt.

Ef marka má sam­töl við stjórn­ar­liða í gær, þá líta þeir svo á, að samn­inga­menn Íslands í þess­um mála­flokk­um séu bundn­ir af þeirri grein­ar­gerð sem meiri­hluti ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar samdi, með þings­álykt­un­ar­til­lögu um aðild­ar­um­sókn, sum­arið 2009.

Í frétta­skýr­ingu um málið í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir, að þar séu sett fram skýr meg­in­skil­yrði í þá veru að Ísland fari með for­ræði yfir sjáv­ar­auðlind­inni og í stjórn veiða og skipt­ingu afla­heim­ilda inn­an ís­lenskr­ar efna­hagslög­sögu og sömu­leiðis eru meg­in­mark­miðin í land­búnaðar­mál­um skýr. Verði skil­yrði Íslands í sam­ræmi við grein­ar­gerðina geti sú staða komið upp, að samn­inga­nefnd ESB slíti viðræðunum við Íslend­inga.

Fáni Evrópusambandsins lagaður til.
Fáni Evr­ópu­sam­bands­ins lagaður til. reu­ters
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert