Óttast örg viðbrögð ESB

Mun krafa um forræði yfir sjávarauðlindinni og í stjórn veiða …
Mun krafa um forræði yfir sjávarauðlindinni og í stjórn veiða standa í ESB? mbl.is/RAX

Samningamanna Íslands í viðræðum við ESB um aðild að Evrópusambandinu bíður nú það verkefni að setja fram þau meginskilyrði sem Ísland vill tefla fram í viðræðum um landbúnaðar- og sjávarútvegsmál, þá tvo málaflokka sem taldir eru brýnastir fyrir íslenska hagsmuni.

Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins telur ákveðinn hópur ESB-aðildarsinna, bæði í VG og Samfylkingunni, að ákveðin ástæða sé til þess að hafa áhyggjur af því hver viðbrögð ESB-samningamanna verða, þegar meginskilyrði Íslands hafa verið kynnt.

Ef marka má samtöl við stjórnarliða í gær, þá líta þeir svo á, að samningamenn Íslands í þessum málaflokkum séu bundnir af þeirri greinargerð sem meirihluti utanríkismálanefndar samdi, með þingsályktunartillögu um aðildarumsókn, sumarið 2009.

Í fréttaskýringu um málið í Morgunblaðinu í dag segir, að þar séu sett fram skýr meginskilyrði í þá veru að Ísland fari með forræði yfir sjávarauðlindinni og í stjórn veiða og skiptingu aflaheimilda innan íslenskrar efnahagslögsögu og sömuleiðis eru meginmarkmiðin í landbúnaðarmálum skýr. Verði skilyrði Íslands í samræmi við greinargerðina geti sú staða komið upp, að samninganefnd ESB slíti viðræðunum við Íslendinga.

Fáni Evrópusambandsins lagaður til.
Fáni Evrópusambandsins lagaður til. reuters
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert