Reiðinnar býsn af snjó

Mikill snjór er á Akureyri.
Mikill snjór er á Akureyri. mbl.is/Skapti

Gífurlegur snjór er á Akureyri eftir mikla úrkomu síðustu daga. Spáð var áframhaldandi snjókomu en bæjarbúar prísa sig sæla með að einhver bið virðist á henni. Þó er ekki víst að hún verði löng - samkvæmt Veðurstofu Íslands gæti byrjað að snjóa lítillega á ný síðar í dag og síðan er spáð snjókomu um mest allt land á morgun. 

Ryðjendur hafa unnið baki brotni á Akureyri síðustu sólarhringa við að hreinsa götur. Nú er víðast hvar greiðfært en engu að síður mikill starfi framundan við að hreinsa götur því fyrst í stað er snjónum hrúgað í ruðninga sem fjarlægðir eru síðar.

Allt er á kafi í snjó í Húsavík einnig en þar hafa stórvirkar vinnuvélar verið notaðar í morgun til að ryðja götur. 

Snjófjöll á Akureyri í dag.
Snjófjöll á Akureyri í dag. mbl.is/Skapti
Snjó rutt af götum Húsavíkur í morgun.
Snjó rutt af götum Húsavíkur í morgun. mbl.is/Hafþór
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert