SSandrok undir Eyjafjöllum og á Mýrdalssandi

Sandstormur. Myndin er úr safni.
Sandstormur. Myndin er úr safni. mbl.is/RAX

Sandrok er undir Eyjafjöllum að sögn Vegagerðarinnar, en aðrir vegir á Suðurlandi eru greiðfærir. Þá er einnig sandrok á Mýrdalssandi, en annarsstaðar á Suðausturlandi er hálka austan við Höfn en autt þar fyrir vestan.

Á Vesturlandi eru hálkublettir á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og fáeinum öðrum leiðum.

Á Vestfjörðum er þæfingsfærð í Djúpinu og og verið er að moka Steingrímsfjarðarheiði, Þröskulda og Klettsháls.

Hálkublettir, hálka, snjóþekja er á Norðurlandi vestra og víðast hvar er skafrenningur. Þungfært er frá Hofsósi að Siglufirði.

Á Norðurlandi eystra er þæfingsfærð í Víkurskarði. Snjóþekja eða þæfingsfærð er á öðrum leiðum og unnið er að mokstri. Þungfært er um Mývatnsöræfi.

Snjóþekja eða þungfært á flestum leiðum á Austurlandi, og er mokstur er hafinn.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert