Spá stormi um landið sunnan- og vestanvert

Veðurstofan spáir stormi um landið sunnan- og vestanvert.
Veðurstofan spáir stormi um landið sunnan- og vestanvert. mbl.is/Golli

Stormi er spáð um landið sunnan- og vestanvert næsta sólarhringinn. Búast má við að vindhraðinn verði um 20 metrar á sekúndu, hvassast syðst. Á vef Veðurstofu Íslands sýndi sjálfvirka staðarspáin að vindhraðinn á Stórhöfða myndi vera um 60 metrar á sekúndu. Að sögn veðurfræðings er um bilun að ræða sem verið er að lagfæra.

Norðaustanátt er spáð, víða 13-18 metrar á sekúndu og 18-23 syðst. Hægari verður norðaustanlands. Skýjað og él um landið norðan- og austanvert.

Norðaustan 15-23 á morgun og 23-28 með suðurströndinni og víða snjókoma eða él, en mun hægari vindur á norðaustan- og á Austurlandi. Frost 0 til 5 stig, en 0 til 5 stiga hiti syðst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka