Rúm 47% þeirra, sem tóku þátt í þjóðarpúlsi Gallup vilja að Alþingi samþykki Icesave samninginn en rúm 35% eru því andvíg. Um 17% voru hvorki hlynnt né andvíg. Fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins, sem fjallaði um könnunina, að tæplega 17% sögðust þekkja innihald samningsins vel.
Fram kom að mun fleiri eru hlynntir samþykkt samningana meðal þeirra sem styðja ríkisstjórnina, eða rúmlega 78% en tæplega 30% þeirra sem styðja hana ekki.
Tæplega 1200 manns af öllu landinu voru spurðir seinnipartinn í
desember hvort Alþingi ætti að samþykkja Icesave-samningana og hversu
vel þeir þekktu samningana.