Þriggja daga aðalmeðferð

Málið er flutt í Héraðsdómi Reykjavíkur. Myndin var tekin þegar …
Málið er flutt í Héraðsdómi Reykjavíkur. Myndin var tekin þegar málið var þingfest á síðasta ári. mbl.is/Jakob Fannar

Gert er ráð fyrir að aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn níumenningum svokölluðu taki þrjá daga, 18.-20. janúar nk. Þrír dómarar munu dæma málið, Pétur Guðgeirsson sem er dómsformaður, Arngrímur Ísberg og Jón Finnbjörnsson. Enginn ákærðu mættu fyrir dóm nú í morgun þegar fyrirtaka var í málinu, aðeins saksóknarar, lögmenn og fjölmiðlamenn.

 Um tvö ár eru síðan níumenningarnir svonefndu mótmæltu á þingpöllum Alþingis en þeir voru í kjölfarið ákærðir fyrir árás á Alþingi. Í ákæru segir að þeir hafi í heimildarleysi ruðst inn í Alþingishúsið og með því hafi þeir framið brot gegn Alþingi, brot gegn valdstjórninni, brot gegn almannafriði og allsherjarreglu og húsbrot. Meðal annars er ákært á grundvelli 100. gr. almennra hegningarlaga. Refsing við brotinu varðar í það minnsta fangelsi í eitt ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert