Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir á Facebook-síðu sinni, að þegar þingsályktunartillaga um aðildarviðræður við Evrópusambandið sé lesin sé ljóst að þingið leit svo á að Íslendingar fengju aðildarviðræður en ekki aðlögunarviðræður.
„Nú virðist allt stefna í að okkur bjóðist aðeins aðlögun sem samninganefndin hefur ekki umboð þingsins til að fara í," skrifar Lilja.
Hún segir í annarri færslu, að Íslendingar séu á leið í aðlögunarviðræður en Alþingi hafi aðeins samþykkt að leyfa aðildarviðræður.
„Um leið og samninganefndin setur fram samningsskilyrði í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum kemur í ljós að ESB lítur svo á að við séum í aðlögun. Í aðlögunarferli er það ESB sem setur fram skilyrð," segir Lilja.