Fylgjast náið með Grímsfjalli

Margir töldu líkur á því að eldgos myndi hefjast í …
Margir töldu líkur á því að eldgos myndi hefjast í kjölfarið á hlaupinu í Gígjukvísl á síðasta ári. mbl.is/RAX

Nokkur skjálftavirkni virðist vera enn í kringum Grímsfjall, eftir að skjálfti upp á 4,2 stig mældist við Grímsfjall laust fyrir hálf tíu í morgun. Ekki liggur fyrir hvort hætta sé á því að eldgos hefjist á svæðinu. Veðurstofan fylgist vel með stöðu mála en segir að engin merki séu um gosóróa.

Jarðskjálftar eru algengir á þessu svæði og eru Grímsvötn ein virkasta eldstöð landsins. Eftir að hlaup hófst í Gígjuhvísl þann fyrsta nóvember síðatliðinn, töldu margir að eldgos á svæðinu myndi fylgja í kjölfarið.

Fram kemur á vef almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, að Veðurstofan fylgist með framvindu mála og upplýsi almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert