Fylgjast náið með Grímsfjalli

Margir töldu líkur á því að eldgos myndi hefjast í …
Margir töldu líkur á því að eldgos myndi hefjast í kjölfarið á hlaupinu í Gígjukvísl á síðasta ári. mbl.is/RAX

Nokk­ur skjálfta­virkni virðist vera enn í kring­um Gríms­fjall, eft­ir að skjálfti upp á 4,2 stig mæld­ist við Gríms­fjall laust fyr­ir hálf tíu í morg­un. Ekki ligg­ur fyr­ir hvort hætta sé á því að eld­gos hefj­ist á svæðinu. Veður­stof­an fylg­ist vel með stöðu mála en seg­ir að eng­in merki séu um gosóróa.

Jarðskjálft­ar eru al­geng­ir á þessu svæði og eru Grím­svötn ein virk­asta eld­stöð lands­ins. Eft­ir að hlaup hófst í Gígju­hvísl þann fyrsta nóv­em­ber síðatliðinn, töldu marg­ir að eld­gos á svæðinu myndi fylgja í kjöl­farið.

Fram kem­ur á vef al­manna­varna­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra, að Veður­stof­an fylg­ist með fram­vindu mála og upp­lýsi al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert