Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segist hafa hvatt forsvarsmenn Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnilífsins til að gæta hófs í kröfugerð á hendur ríkinu svo aðhalds- og stöðugleikamarkmiðum ríkisstjórnarinnar verði ekki stefnt í hættu.
„Fátt er mikilvægara fyrir
hag almennings og fyrirtækja en að áframhaldandi friður ríki á
vinnumarkaði og að sátt náist sem fyrst um sanngja...rnar og raunhæfar kjarabætur. Ríkisstjórnin mun leggja sitt af mörkum til að svo geti orðið," segir Jóhanna á Facebook-síðu sinni.