Carol van Voorst, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, rökstyður í skeyti til bandaríska utanríkisráðuneytisins í lok október 2008, að það gæti verið hyggileg fjárfesting fyrir Bandaríkin að veita Íslandi lánafyrirgreiðslu í kjölfar bankahrunsins.
„Ísland leitar nú í vaxandi örvæntingu til allra mögulegra aðila á sama tíma og landið fæst við erfiðasta efnahagshrun í sögu sinni. Aðstoð frá Bandaríkjunum gæti verið hyggileg fjárfesting til hagsbóta fyrir okkar eigin þjóðaröryggi og efnahag. Íslendingar eru afar stoltir af því að þeir hafa ávallt staðið við skuldbindingar sínar. Þótt ástand efnahagsmála sé ótryggt nú eru góðar líkur á að þessi hámenntaða, úrræðagóða og fágaða þjóð muni rísa upp aftur. Og þegar hún gerir það og þegar samkeppnin á norðurslóðum harðnar fyrir alvöru gæti orðin mikilvægara en við gerum okkur grein fyrir nú, að Íslendingar muni eftir því að við reyndumst þeim vinir í raun," skrifar van Voorst.