Mjög hvasst í Vestmannaeyjum

Björgunarfélag Vestmannaeyja sinnti mörgum útköllum í dag. Myndin er af …
Björgunarfélag Vestmannaeyja sinnti mörgum útköllum í dag. Myndin er af þeim á vettvangi í öðru óveðri fyrir nokkrum dögum. mbl.is/Óskar Pétur

Björgunarfélag Vestmannaeyja sinnti 10-12 verkefnum frá um kl.
10 í morgun og framundir kl. 18 í kvöld. Við þetta voru 5-6 félagar í BV á einum bíl. Mjög hvasst hefur verið í Eyjum í dag og vindur staðið í 37-39 m/s á Stórhöfða og allt að 47-49 m/s í hviðum.

„Þetta voru aðallega þök, utanhússklæðningar og ýmislegt þannig,“ sagði Arnar I. Ingimarsson, félagi í Björgunarfélagi Vestmannaeyja. Síðasta verkefni þeirra félaga fyrir kvöldmat var að festa svalahandriði sem var að fjúka af fjölbýlishúsi.

Við þrjú verkefnanna í dag þurfti að nota kranabíl. Arnar sagði að flest verkefnin hafi verið í vesturbæ Vestmannaeyja og veðrið verst þar.

Enn er mjög hvasst við suðurströnd landsins og er óveður frá Hvolsvelli og austur yfir Mýrdalssand. Þar má búast við ösku- eða sandfoki. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert