Seyðfirðingar eru tilbúnir til að greiða veggjöld verði það til að flýta fyrir gerð jarðgangna undir Fjarðarheiði. Vegurinn yfir heiðina hefur verið skráður ófær nær samfleytt frá áramótum.
Þetta kemur fram á fréttavefnum Austurglugginn.
Þar segir að þetta komi fram í bókun sem bæjarstjórn Seyðisfjarðar sendi frá sér í gærkvöldi. Þar segir að ekkert byggðarlag á Íslandi búi við jafn miklar truflanir og einangrun og Seyðisfjörður.
Bent er á að frá 10. nóvember hafi Fjarðarheiðin aðeins verið skráð átta sinnum greiðfær í kortum Vegagerðarinnar. Dögum saman hafi verði snjóþekja og hálka á heiðinni eða hún með öllu ófær. Það skapar ógn fyrir öryggisþjónustu á heilbrigðissviðinu, ásamt truflun á aðföngum og atvinnustarfsemi.
Bæjarstjórnin brýnir því fyrir yfirvöldum að „binda endi á áratuga bið
Seyðfirðinga" eftir að Fjarðarheiðargöng verði sett á dagskrá.
Seyðfirðingar séu tilbúnir að leggja sitt af mörkum til að svo megi
verða.