Stormur sunnan- og vestantil

Vindspárkort Veðurstofu Íslands fyrir hádegi í dag. Syðst á því …
Vindspárkort Veðurstofu Íslands fyrir hádegi í dag. Syðst á því er að sjá mikinn storm. mbl.is/Vedurstofan

Bú­ist er við stormi sunn­an- og vest­an­til á land­inu. Vindátt verður norðaust­læg, víða 18-23 m/​s í dag, en 23-28 með suður­strönd­inni. Hæg­ari Norðaust­an­lands síðdeg­is. Víða dá­lít­il snjó­koma eða él. Frost yf­ir­leitt 0 til 5 stig er kem­ur fram á dag­inn.

Á höfuðborg­ar­svæðinu verður aust­an 13-18 m/​s og dá­lít­il snjó­koma eða él. Hiti kring­um frost­mark.

Um 450 km suðsuðvest­ur af Reykja­nesi er 979 mb lægð, sem mjak­ast vest­ur, en 1037 mb hæð er yfir Norðaust­ur-Græn­landi.

Á morg­un, föstu­dag, verður aust­læg átt, víða 13-18 m/​s, en hæg­ari síðdeg­is. Rign­ing eða slydda við suður­strönd­ina, en ann­ars snjó­koma eða él, einkum aust­an­lands. Frost víða 0 til 5 stig, en eins til 5 stiga hiti syðst. 

Klukk­an þrjú í nótt var norðaust­læg átt, víða 13-18 m/​s, en 18-23 m/​s á annejs­um norðan­til og allra syðst. Skýjað var á land­inu og él eða dá­lít­il snjó­koma norðan- og aust­an­lands, en ösku­fok syðst. Hlýj­ast var 4ra stiga hiti á Skraut­hól­um, en kald­ast 5 stiga frost á Norðaust­ur­landi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert