Stormur sunnan- og vestantil

Vindspárkort Veðurstofu Íslands fyrir hádegi í dag. Syðst á því …
Vindspárkort Veðurstofu Íslands fyrir hádegi í dag. Syðst á því er að sjá mikinn storm. mbl.is/Vedurstofan

Búist er við stormi sunnan- og vestantil á landinu. Vindátt verður norðaustlæg, víða 18-23 m/s í dag, en 23-28 með suðurströndinni. Hægari Norðaustanlands síðdegis. Víða dálítil snjókoma eða él. Frost yfirleitt 0 til 5 stig er kemur fram á daginn.

Á höfuðborgarsvæðinu verður austan 13-18 m/s og dálítil snjókoma eða él. Hiti kringum frostmark.

Um 450 km suðsuðvestur af Reykjanesi er 979 mb lægð, sem mjakast vestur, en 1037 mb hæð er yfir Norðaustur-Grænlandi.

Á morgun, föstudag, verður austlæg átt, víða 13-18 m/s, en hægari síðdegis. Rigning eða slydda við suðurströndina, en annars snjókoma eða él, einkum austanlands. Frost víða 0 til 5 stig, en eins til 5 stiga hiti syðst. 

Klukkan þrjú í nótt var norðaustlæg átt, víða 13-18 m/s, en 18-23 m/s á annejsum norðantil og allra syðst. Skýjað var á landinu og él eða dálítil snjókoma norðan- og austanlands, en öskufok syðst. Hlýjast var 4ra stiga hiti á Skrauthólum, en kaldast 5 stiga frost á Norðausturlandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert