Fulltrúar Félags íslenskra bifreiðaeigenda gengu í dag á fund Ögmundar Jónassonar, samgönguráðherra, og afhentu honum undirskriftir ríflega 41.500 einstaklinga undir mótmæli gegn hugmyndum um vegtolla á leiðum út frá höfuðborgarsvæðinu.
FÍB segir, að undirtektirnar við undirskriftasöfnunina sýni ljóslega hug landsmanna
til hinnar lítt geðfelldu hugmyndar stjórnvalda að hyggjast mismuna
íbúum landsins með sérstakri skattheimtu eftir búsetu. Hún sýni líka
að landsmenn séu andsnúnir því að taka fáeina mikilvægustu kafla hins
íslenska þjóðvegakerfis úr sameiginlegri eigu allra landsmanna og færa
þá á forræði hlutafélaga.