Vilja göng undir Fjarðarheiði

mbl.is/Steinunn

 
Bæj­ar­stjórn Seyðis­fjarðar samþykkt í gær álykt­un þar sem seg­ir, að það ástand, sem hafi verið hef­ur í sam­göng­um við Seyðis­fjörð að und­an­förnu, und­ir­striki þá kröfu Seyðfirðinga að sam­göngu­yf­ir­völd setji gerð jarðganga und­ir Fjarðar­heiði á áætl­un og í fram­kvæmd við fyrsta tæki­færi.

„Ekki er á neinn hallað þó full­yrt sé að ekk­ert byggðarlag hér á landi býr nú við jafn mikl­ar trufl­an­ir og jafn­vel ein­angr­un að vetr­ar­lagi og Seyðis­fjörður. Töl­ur tala sínu máli þar um.  Frá 10. nóv­em­ber hef­ur Vega­gerðin aðeins skráð Fjarðar­heiði greiðfæra 8 sinn­um og dög­um sam­an hef­ur verið snjóþekja og hálka á heiðinni - ell­egar hún með öllu ófær. Á þeim 12 sól­ar­hring­um sem liðnir eru frá ára­mót­um hef­ur Fjarðar­heiðin verið skráð ófær alls 11 daga, að hluta eða öllu leyti. Þetta seg­ir allt sem segja þarf um það óör­yggi og trufl­an­ir á dag­legu lífi Seyðfirðinga sem þess­um erfiða fjall­vegi fylgja," seg­ir m.a. í álykt­un­inni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert