Dulbúin lögga í fararbroddi mótmæla

Frá mótmælabúðum Saving Iceland á Mosfellsheiði.
Frá mótmælabúðum Saving Iceland á Mosfellsheiði. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Mark Kennedy, lögreglumaður sem lék tveimur skjöldum, lék lykilhlutverk í stofnun umhverfissamtaka á Íslandi.

Þetta kemur fram í fréttavef breska dagblaðsins Guardian. Áður hefur komið fram í fréttaflutningi blaðsins að lögreglumaðurinn hafi verið í gervi mótmælanda  í 7 ár,  en hann er nú talinn hafa gengið til liðs við þá í raun og veru. 

Í frétt Guardian segir að árið 2005 hafi Ólafur Páll Sigurðsson, stofnandi Saving Iceland, leitað til aðgerðasinna í öðrum löndum til að byggja upp hreyfinguna.

Hann myndaði þar sambönd við aðgerðahópa í öðrum Evrópulöndum og komst í kynni við Kennedy, sem gekk undir nafninu Mark Stone. Hann varð fljótt afar virkur í Saving Iceland, hann hafði víðtæk alþjóðleg sambönd og átti stóran þátt í að móta starfsemi aðgerðasinna og mótmælenda hér á landi.

Hann varð fljótt einn af leiðtogum hreyfingarinnar og mun meðal annars hafa innleitt það að festa sig við vinnutæki og byggingar og að loka vegum.

Í frétt Guardian segir að á sama tíma hafi Kennedy reynt að valda misklíð innan hópsins. Þar segir ennfremur að í næstu viku verði kannað hvort um eitthvað samstarf var á milli íslensku og bresku lögreglunnar varðandi veru Kennedys hér á landi.

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, skorar á bresk stjórnvöld að birta upplýsingar sem geta varpað ljósi á hvers vegna þeir sendu mann hingað til lands í þeim tilgangi að skaða umhverfisverndarhreyfingu.

Forsvarsmenn Saving Iceland vildu ekki tjá sig við Guardian.

Frétt Guardian

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka