Kæra fjármálaeftirlitsins á hendur Sigurjóni Þ. Árnasyni er fyrir notkun á „strúktur“ sem núverandi forstjóri FME bjó til sem starfsmaður Landsbankans. Þetta segir Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Sigurjóns. Hann telur að engin skilyrði séu fyrir gæsluvarðhaldi skjólstæðings síns.
Héraðsdómur úrskurðaði Sigurjón Þ. Árnason og Ívar Guðjónsson í gæsluvarðhald í dag vegna rannsóknar Sérstaks saksóknara. Sigurjón verður í gæsluvarðhaldi í ellefu daga en Ívar í viku.