Einn starfsmanna Landsbanka yfirheyrður

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari.
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. mbl.is/Ómar

Lands­bank­inn seg­ir, að einn nú­ver­andi starfs­manna dótt­ur­fé­lags Lands­bank­ans hafi í gær verið færður til yf­ir­heyrslu hjá sér­stök­um sak­sókn­ara. Seg­ir bank­inn að staðfest­ar upp­lýs­ing­ar þess efn­is hafi ekki borist for­svars­mönn­um Lands­bank­ans  fyrr en und­ir kvöld í gær.

„Eng­in hús­leit hef­ur verið gerð í húsa­kynn­um bank­ans en Lands­bank­inn hef­ur frá upp­hafi lagt sig fram um að eiga gott sam­starf við sér­stak­an sak­sókn­ara og látið hann hafa öll þau gögn sem hann hef­ur óskað eft­ir. Lands­bank­inn mun aðstoða sak­sókn­ara eins og kost­ur er við rann­sókn þess­ara mála sem nú hafa verið nefnd verði eft­ir því leitað," seg­ir í til­kynn­ingu frá bank­an­um.

Sjö ein­stak­ling­ar voru færðir til yf­ir­heyrslu í gær og í gær­kvöldi krafðist sér­stak­ur sak­sókn­ari gæslu­v­arðhalds yfir fyrr­ver­andi banka­stjóra og fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra hjá Lands­bank­an­um.  Héraðsdóm­ari mun taka af­stöðu til kröf­unn­ar eft­ir há­degið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert