Lög um upplýsingaskyldu að mestu uppfyllt

Sam­kvæmt skýrslu ríkja gegn spill­ingu, hef­ur gengið afar vel hér á landi að upp­fylla lög um upp­lýs­inga­skyldu um fjár­mál stjórn­mála­sam­taka og fram­bjóðenda þeirra.

Skýrsl­an er unn­in á veg­um  GRECO, sem eru sam­tök ríkja gegn spill­ingu. Þar er m.a. er fjallað um gagn­sæi fjár­fram­laga til stjórn­mála­flokka hér á landi og um frammistöðu ís­lenskra stjórn­valda við inn­leiðingu níu til­mæla um úr­bæt­ur sem sam­tök­in hafa beint til ís­lenskra stjórn­valda á því sviði.

Það er niðurstaða GRECO að ís­lensk stjórn­völd hafi nú inn­leitt átta til­mæli af níu með full­nægj­andi hætti auk þess sem ein til­mæl­in telj­ast upp­fyllt að hluta.

Ísland hef­ur í öll­um meg­in­at­riðum upp­fyllt kröf­ur ráðherra­nefnd­ar Evr­ópuráðsins eins og þær eru sett­ar fram í til­mæl­um nr. (2003)4 um sam­eig­in­leg­ar regl­ur gegn spill­ingu í fjár­mögn­un stjórn­mála­flokka og kosn­inga­bar­áttu. Hef­ur Ísland þar með jafn­framt skipað sér í fremstu röð meðal þjóða heims á þessu sviði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka