Margir Suðurnesjamenn gegn vegtollum

Suðurnesjamenn voru fjölmennastir í undirskriftum gegn vegtollum.
Suðurnesjamenn voru fjölmennastir í undirskriftum gegn vegtollum. Kristinn Ingvarsson

Suðurnesjamenn voru fjölmennastir í undirskriftum gegn vegtollum. 30% þeirra sem skrifuðu nafn sitt á undirskriftalista FÍB voru frá Reykjanesi, en rúmlega fjörutíu þúsund skrifuðu undir áskorunina.

Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta. Þar segir að  Sunnlendingar hafi verið næst fjölmennastir á undirskriftalistanum eða 28%.

Á hinn bóginn virðist Vestfirðingar ekki hafa miklar áhyggjur af vegtollum því aðeins 7% íbúa þar skrifuðu undir listann.

Skiptingin á milli landshluta:

  • Reykjanes                29,84%
  • Suðurland                 27,98%
  • Vesturland               19,88%
  • Höfuðborgarsvæðið  18,83%
  • Austurland                 8,09%
  • Vestfirðir                   7,34%
  • Norðurland                7,01%

Frétt Víkurfrétta

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka