Níu ára barni með skólatösku vísað úr strætó

mbl.is/ÞÖK

Níu ára göml­um dreng var vísað út úr strætó á Hverf­is­göt­unni í gær­morg­un vegna þess að hann var aðeins með 100 krón­ur á sér, en far­gjöld fyr­ir börn hækkuðu ný­lega úr 100 kr. í 350 kr.

Bjarni Freyr Kristjáns­son, faðir drengs­ins, furðar sig á þess­ari fram­komu. „Það er ný­búið að hækka far­gjaldið í 350 kr. Strætóbíl­stjór­inn vísaði 9 ára gömlu barni með skóla­tösku út úr vagn­in­um kl. 8:10 að morgni til. Þetta finnst mér ótrú­leg fram­koma.“

Bjarni sagði að dreng­ur­inn hefði orðið hrædd­ur og sár. Hann hefði síðan hlaupið í skól­ann, en hann stund­ar nám í Mela­skóla. Hann mætti því of seint í skól­ann. Bjarni sagði að móðir drengs­ins ætti ekki bíl og þyrfti því að treysta á þjón­ustu strætó.

Bjarni sagðist hafa haft sam­band við strætó og kvartað und­an þess­ari fram­komu. Hann hefði fengið þau svör að þetta mál yrði skoðað og jafn­framt hefði verið beðist af­sök­un­ar. Bjarni sagði eðli­legt að strætó gæfi fólki lengri aðlög­un­ar­frest því ekki hefðu all­ir áttað sig á að búið væri að hækka far­gjaldið svona mikið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka